Quantcast
Channel: SUF
Viewing all articles
Browse latest Browse all 10

SUF á 33. flokksþingi Framsóknar

$
0
0

Nú er 33.flokksþing framsóknarmanna nýafstaðið. Flokksþingið var haldið í Gullhömrum dagana 10-12.apríl. Ungt fólk lét til sín taka á þinginu og skemmtu sér konunglega.

Hér eru þau málefni sem SUF kom í gegn á þinginu:
-Grunnframfærsla og frítekjumark hækki í samræmi við aðra hópa hjá LÍN og hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi.
-Virðisaukaskattur falli niður af barnafatnaði

-Skerpt á mannréttindaákvæðum flokksins, sérstaklega sem varða innflytjendur
-Lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði
-Ungu fólki verði auðveldað að kaupa sitt fyrsta húsnæði
-Tvöfaldar kosningar í forsetakosningum
-Lagt áherslu á rafbílavæðingu og frekari aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
-Stefnumörkun til lengri tíma verði mótuð fyrir ferðamannaiðnaðinn

Við héldum feiknar SUF-partý á föstudagskvöldinu. Jón Sigurðsson eða fimmhundruðkallinn var með gítarinn í hönd og skapaði gríðarlega góða stemningu.
Í partýinu gleymdust leðurhanskar en sá sem að á þá getur nálgast þá á Hverfisgötu 33.

Við viljum þakka þeim sem að styrktu okkur með kaupum á happdrættismiðum en það voru tveir vinningar sem að gengu ekki út, en það voru:
Karl Garðarsson, tveir leikhúsmiðar aðeigin vali. Vinningur kom upp á miða nr. 223.
Líneik Anna, skoðunarferð með leiðsögn um franska þorpið á Fáskrúðsfirði og kaffihúsaferð á eftir. Vinningur kom upp á miða nr. 268
Þeir sem að eru handhafar að þessum miðum geta sent tölvupóst á suf@suf.is til þess að nálgast vinningana.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 10