Stjórn sambands ungra Framsóknarmanna hvetur fólk í námi til að skoða vexti á námslánum vel áður en þau eru tekin, þar sem okurvextir eru ekki boðlegir námsmönnum. Stjórn SUF fagnar engu að síður fjölbreytileika í lánaleiðum. Tilkoma nýs námslánasjóðs styður hinsvegar þá staðreynd að LÍN er ekki að þjónusta stúdenta eins og námslánastofnun ber að gera. Stjórn sambands ungra Framsóknarmanna krefst þess að LÍN verði endurskoðað með skandinavísk styrkjakerfi sem fyrirmynd þar sem reynt er eftir fremsta megni að styðja við bakið á stúdentum í stað þess að hvetja til aukinnar skuldsetningar, líkt og tíðkast hefur hér á landi. Þrátt fyrir að aukið fjármagn fari í málaflokkinn er vel menntuð þjóð ein besta fjárfesting sem völ er á.
↧